Lækjarbotnar

Slide 1

Póstur


Laekjarbotnableikja

 

   tasur

Feldfé og utanlandsferð - 27.október 2014

Nína, Lísa, Anna, Katrín og Silla fóru um daginn með þeim Sveini Hallgrímssyni og Einari Þorsteinssyni  að skoða feldfé hjá þeim Guðna í Melhól og Kristbjörgu á Þykkvabæjarklaustri. Sveinn kenndi þeim réttu handtökin við dóm á svona skepnum og keypti Lísa nokkrar af hjónunum í Bakkakoti sem Kristbjörg mun fóstra fyrir hana. Þetta þótti merkisdagur því Landinn kom á staðinn og tók þetta allt saman upp.

Svo var það föngulegur hópur sem yfirgaf landið og heimsóttu skosku hálöndin en Sigga systir Nonna og maðurinn hennar Jan höfðu skipulagt vikuferð fyrir hópinn. Það voru Anna, Eiður, Lísa, Óli, Holla, Nonni og Botna hjónin sem fóru út í þessa ferð, flogið til Edinborgar og þaðan var keyrt á milli hinna ýmsu staða, meðal annars voru skoðuð lífræn bú með ær, kjúklinga og svín, whisky verksmiðja, handverksfólk með ull og safnara sem söfnuðu meðal annars David Brown traktorum. Fengu að prufa þjóðarrétt skota en hann er ekki ósvipaður blóðmör sem við þekkjum til. Vel heppnuð ferð í alla staða og allir kátir glaðir þegar heim var komið.

Ásetningslömbin eru rúin og komin á gjöf, þetta eru um 40 lömb sem voru sett á, einn hyrndur lambhrútur og svo var farið til Huldu og Tyrfings og verslað sér 2 kollótta lambhrúta. Við erum nokkuð sátt með hópinn okkar og eru þau öll farin að fóðrast vel. Tvö forystulömb eru í hópnum, þau Surtla og Blesi, Surtla er strax farin að skammast í hinum lömbunum og stjórna hópnum en hrúturinn er aðeins hógværari í sínum hóp.

 medalland1                                                 medalland3                                             medalland5                                                 medalland7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Litasýning og heimsókn - 10. október 2014

Við höfum aðeins verið að taka á móti gestum sem koma að skoða fiskverkunina og fiskeldið hjá okkur, fengum stórann hóp um daginn allstaðar að úr heiminum t.d. frá Sardeníu og Kýpur, þessi hópur var á vegum FSu en þar er verkefni í gangi um sjálfbærni eyríkja, fyrr um daginn hafði hópurinn heimsótt Friðheima og eftir heimsóknina hjá okkur fóru flestir á hestbak hjá Anítu í Austvaðsholti, sumir hverjir í fyrsta sinn á ævinni.  Á myndinni sést hluti af hópnum sem kom til okkar en við höfum boðið hópunum upp á kaffi og smakk á reyktu, gröfnu og bleikjusalati.

Hin árlega litasýning var haldin að Árbæjarhjáleigu og komu margir með litskrúðugt og fallegt fé á sýninguna. Uppboðslambið gaf Regúla í Austvaðsholti og fór hún á 35 þúsund en það var Sigurjón í Fellsmúla sem festi kaup á henni en sú upphæð rennur í kaup á verðlaunum, hljóðkerfi og auglýsingu fyrir félagið. Í einni stíunni setti fólk lömb sem þóttu athyglisverð fyrir litinn, þau eru númeruð og svo kýs fólk það lamb sem þykir standa uppúr, í ár vann Skarð athyglisverðasta litinn en það var gimbur sem sést á myndinni, hvít með fáeinum brúnum skellum á haus og löppum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir fallegustu gimbrina, fallegasta hrútinn, fallegustu ána með afkvæmum og fallegasta hrútinn með afkvæmum.

litur1  litur3                                               heimsokn1                                                   

 

 

 

 

 

Réttir - 30. september 2014

Fórum í réttir á fimmtudaginn síðastliðinn, heimtum nærri allt okkar fé, vantar aðeins 2 ær og 1 lamb. Lömbin voru bara ágæt sem komu heim en við settum alla hrúta sem voru sæmilega stórir og allar einlembings gimbrar í sláturhúsið úr réttunum, keyrðum svo restina heim. Veðrið var nú ekkert að leika við okkur þennann daginn en það rigndi hressilega milli þess sem sólin skein.

rettir1   rettir3                                              

 

 

 

 

 

 

 

Smölun - 19. september 2014

Við smöluðum heimahagana um daginn og fengum góða hjálp við það, en foreldrar hans Sigga komu og einnig bróðir hans og fjölskylda. Þetta var því vel mannaður hópur sem fór af stað, Gulli á Lýsing, Siggi á Gissur og Tóta á Neista, Markús og Dýa á sínum hestum. Þórhallur var á sínu fjórhjóli sem hefði nú kannski bara dugað því háværara fjórhjól finnst varla, Óskar var einnig á fjórhjóli en það var nú aðeins minni óhljóðin í því. Nína, Sigga og krakkarnir gengu svo með girðingunni svo kindurnar myndu ekki taka strauið til baka. Nanna fékk að koma með í þessa smölun og stóð sig mjög vel eigandanum til mikillar ánægju en hún hefur reynst vel sem rekstrarhundur og er mjög yfirveguð í vinnu. Það vantaði nú samt töluvert af lömbum sem koma nú væntanlega í leitirnar þegar nágrannahagarnir verða smalaðir, en 31 gimbur voru teknar frá og 1 hrútur sem voru dæmd og mæld á mánudeginum. Mælingarnar komu ágætlega út en tvær systur stóðu uppúr undan Bekra frá Hesti og Blettsdóttur, svo var ásetningshrúturinn undan Rafal frá Úthlíð og kind frá Hemlu. Það var því hægt að grisja hópinn og fengu 25 gimbrar ásetningsstimpil, svo kemur í ljós hvað kemur af fjalli en Siggi fór í dag og vonandi mun heimtast vel.

 nannalitilmynd

 

Veiðivötn - 26. ágúst 2014

Það hefur verið í nógu að snúast undanfarið en sumrin fara mikið í fiskverkun og flokkun en það hefur gengið alveg ljómandi vel eins og undanfarin ár. Kominn svolítill haustblær á jörðina enda lifnaði gróður snemma og spratt sem aldrei fyrr, byrjað er að undurbúa haustverkin og jafnvel sumum lokið. Púki hefur verið hérna heima hjá okkur í nokkrum hryssum, Gráni fékk að fara að Bjóluhjáleigu í hryssur þar, Garri fór að Hjallanesi og Kórall var í Pulu. Núna fer þessum tíma senn að ljúka og ný verkefni taka við hjá þeim félögum, miserfið þó.
Fjölskyldan skellti sér svo í veiðivötn yfir helgi eins og hefð er fyrir hvert ár, Gulli, Nína, Kristín og Guðjón voru saman í húsi og svo deildu Siggi, Þórunn, Tóti, Hjörtur og Hjörtur öðru húsi. Aðeins einn fiskur veiddist þetta árið , 5 punda og það var auðvitað Tóti sem náði honum, þeir strákarnir bættu sér það aðeins upp þegar heim var komið og lönduðu allir fiski áður en þeir brunuðu til Reykjavíkur um kvöldið. Annars veiddist vel í netin hjá þeim sem lögðu en við vorum aðeins með stangir.