Uppskriftir
Bleikjusalat
Hér er frábært bleikjusalat sem er tilvalið á veisluborðið eða í saumaklúbbinn
200gr bleikja
2 egg
1/2 laukur
3 sýrðar smágúrkur
1/2 dós sýrður rjómi
1/2 bolli majones
salt og pipar eftir smekk
Litlar tartalettur, snittubrauð eða smjördeigsbollar.
Bleikjan soðin, eggin harðsoðin og söxuð. Laukurinn og smágúrkurnar eru smátt saxað og settar í skál ásamt söxuðum eggjum sýrða rjómanum og majonesinu. Kryddað með salt og pipar eftir smekk. Að lokum er bleikjusalatið skipt í tartalettur, á snittubrauð eða í smjördeigsbolla. þessi uppskrift passar í ca 50 litlar tartalettur. Það er líka sniðugt að not bleikju afganga.
Lækjarbotnableikja í púðursykurslegi
4 - 5 flök af Lækjarbotnableikju (flakið er ca 180gr)
1 msk púðursykur
2 tsk smjör
1tsk hunang
1msk ólífuolia
1 msk dijon sinnep
1msk soyasósa
salt og pipar eftir smekk
Hrærið saman í potti yfir meðal hita púðursykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyjasósu, salti og pipar. leyfið marineringuni að kólna í ca 5 mínútur. Raðið bleikjuflökunum í eldfast mót berið marineringuna yfir flökin og setjið í 175c heitan ofn í 10 mínútur. Passið upp á að ofelda ekki bleikjuna.
Einfalt og gott
4 flök bleikja (ca 180 gr flök)
sítrónupipar
1 msk hunang
íslenskt sjávarsalt
Bökunarpappír er settur í eldfastmót eða í ofnskúffu, saltinu er sáldrað í botninn, flökunum er raðað á saltið og svo kryddað með sítrónupipar. Hunangið er aðeins hitað og sett yfir flökinn passa að setja ekki of mikið af hunangi. Eldað í 7 - 9 mínútur, fer eftir þykkt flakana í 150 gráðu heitum ofni.