Lækjarbotnar

Hrossarækt

Hjá okkur á Lækjarbotnum hefur verið stunduð markviss hrossarækt frá árinu 1999, sú ræktun hófs skömmu eftir að tvær hryssur frá búinu komust í fyrstu verðlaun en það voru þær Mónika og Sara sem síðar voru seldar úr landi. Á síðustu árum hafa fæðst 5-6 folöld í okkar eigu en þeim fer fækkandi, ræktunarhryssurnar eru sumar hverjar í eigu með öðru góðu fólki eða leigðar út. Hrossarækt Lækjarbotna hefur þrisvar tilnefnd sem ræktunarbú ársins og þykir það mikill heiður fyrir svona lítið bú. Það sem við höfum kappkostað við að halda í okkar ræktun eru viljug, rúmgóð og geðgóð fótaburðahross. Hross sem henta jafnt í keppni sem og til kynbóta.