Lækjarbotnar

Lækjarbotnableikja

Bleikjueldið á Lækjarbotnum þróaðist út frá vaxtarsprotaverkefni sem Guðlaugur tók þátt í haustið 2007. Þá um haustið var strax hafist handa við undirbúning á fiskeldinu eins og það er í dag. Öll fiskverkun fer fram í 40 feta frystigámi sem er innréttaður samkvæmt þeim kröfum sem heilbrigðiseftirlitið gerir kröfu um. Árs framleiðslan er um 20 tonn. Allur fiskur er flakaður, snyrtur og pakkaður í neytendaumbúðir. Okkar helstu viðskiptavinir eru veitingahús og ferðaþjónusta. Við gerum okkur far um að ganga þannig frá fiskinum að hann haldist sem ferskastur frá framleiðanda til neytenda.