Lækjarbotnar

Kanínuræktun

Árið 2009 ákvað Þórunn að fá sér Castor Rex kanínu og þá var ekki aftur snúið, 2 árum síðar ræktar hún þær í nokkrum litaafbrigðum. Orange, Opal og Lynx Rex eru þeir litir sem til eru á bænum ásamt auðvita Castor. Þetta eru kanínur með silkimjúkan pels því þelið og togið er jafnlangt og hefur þetta afbrigði sem kom upprunalega upp í Frakklandi verið ræktað frá árinu 1919.

orangerexs

Nína ákvað að láta gamlan draum rætast og fá sér angoru kanínur, keyptar voru nokkrar frá Árbakka og Ferjubakka. Hún fékk rokk í afmælisgjöf og vinnur núna úr fiðunni sem klippt er af kanínunum og einnig hefur verið tekið reifi af rollunu þegar þær koma á hús á haustin. Þessu ýmist blandað saman eða unnið sér.

Það var svo árið 2012 sem Þórunn fékk sér fyrstu holdakanínuna og stendur til að rækta þær í smáu stíl. Aðeins eru til hvít dýr á Botnum sem stendur. Þetta eru stórar vinalegar kanínur með lafandi eyru.