Lækjarbotnar

Hekla Mjöll frá Lækjarbotnum

  Ættir:

 

F: IS1976187010 Byr frá Eyrabakka
Ff: IS1972186101 Frami frá Kirkjubæ
Fm: IS1956286193 Blíða 3071 frá UxahryggM: IS1974287205 Von frá Traðarholti
Mf: IS1963177161 Faxi 646 frá Árnanesi
Mm: IS19ZZ286405 Dúfa frá Traðarholti

 

Eigandi: Þórunn Guðlaugsdóttir

 

Hekla Mjöll var keypt að Lækjarbotnum 5.vetra gömul sem barnahestur handa dótturinni á bænum, og stóð hún sannarlega undir þeim væntingum. Hekla Mjöll er alhliða hryssa með einstakt geðslag sem hún hefur skilað vel í framræktuninni og er frábært reiðhross.

 

Ákveðið var að halda henni vorið 1989 undir Ljóra frá Kirkjubæ, síðan þá var hún meira og minna í ræktun.

 

Hekla Mjöll gaf sex hross í fyrstu verðlaun og úrval af góðum reiðhestum. Hætt er að halda Heklu-Mjöll árið 2008, síðasta afkvæmi Heklu er Sædís frá Lækjarbotnum. Hekla-Mjöll var felld árið 2012.