Lækjarbotnar

Fluga frá Lækjarbotnum

Fluga kom svo sannarlega á óvart, Neisti sem í dag er reiðhestur Þórunnar fyljaði Fjöður seint í ágúst okkur til ánægju og árið síðar fæddist þessi sæta hryssa sem fékk nafnið Fluga. Fluga var notuð sem reiðhross hérna heima við hjá Guðlaugi, glæsileg alhliða hryssa sem gaman var að ríða út á. Hefur gefið falleg, léttbyggð og fíngerð afkvæmi með skemmtilega lund. Fluga hefur lokið hlutverki sínu sem ræktunarhryssa og er komin í hvíld út í stóði hjá okkur í dag.

 

Ættir:

F: IS1991186808 Neisti frá Lækjarbotnum
Ff: IS1970165740 Náttfari frá Ytra-Dalsgerði
Fm: IS1984286016 Emma frá Skarði

M: IS1989286806 Fjöður frá Lækjarbotnum
Mf:IS1981186122 Ljóri frá Kirkjubæ
Mm:IS1983287806 Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum

Eigandi: Jónína H. Þórðardóttir

Hæsti dómur 1999:

Mál: 136 - 136 - 65 - 140 - 28 - 17.5 - 8.3 - 7.7
Sköpulag: 7.5 - 8.0 - 7.5 - 7.0 - 8.0 - 7.5 - 8.0 - 4.0 = 7.68
Hæfileikar: 8.0 - 8.0 - 7.0 - 8.0 - 8.0 - 7.5 - 7.5 = 7.76

Aðaleinkunn: 7.72