Álfheiður Björk frá Lækjarbotnum
Árið 1990 þegar lagið Álfheiður Björk var sem vinsælast leit dagsins ljós sótrauð hryssa sem síðan varð grá. Þessi litla hryssa fékk nafnið Álfheiður Björk eftir laginu vinsæla. Hún varð strax spök og mikill persónuleiki. Álfheiður Björk var fasmikil og hágeng klárhryssa, hún var send í tamningu til Marjolijn og Kristins í Árbæjarhjáleigu. Marjolijn keppti á henni á nokkrum mótum með góðum árangri og var hún t.d efst fyrir hestamannafélagið Geysi inn á landsmótið í Reykjavík árið 2000. Álfheiður Björk var felld haustið 2015.
Ættir:
F: IS1986165509 Bliki frá Höskuldsstöðum
Ff: IS1983165504 Eldur frá Höskuldsstöðum
Fm: IS1978265503 Rönd frá Höskuldsstöðum
M: IS1983287806 Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum
Mf: IS1976187010 Byr frá Eyrarbakka
Mm: IS1974287205 Von frá Traðarholti
Eigandi: Ræktunarbúið Lækjarbotnum og Strandarhöfði ehf.
Hæsti dómur 1998:
Mál: 137 - 136 - 64 - 142 - 27,5 - 18,5
Sköpulag: 7,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 9,0 - 8,0 - 8,0 - 4,0 = 7,97
Hæfileikar: 8,5 - 9,0 - 5,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 8,5 = 8,06
Aðaleinkunn: 8,02