Lækjarbotnar

Heimilishundarnir

 

 

Mirra (Hrísnes Sara) fædd 16/06 2011 – Cavalier King Charles Spaniel

Mirra hefur staðið sig ágætlega á sýningum, hún hefur venjulega fengið góðar umsagnir frá dómurum. Hún hefur yndislegt geðslag, ljúf og góð í umgengni. Fjörugur grallari þess á milli sem fær fólk til að brosa. Hún er fíngerð en þó í góðu líkamlegu formi. Hún hefur fengið bæði exellent og very good á sýningum. Hennar besti árangur er annað sæti á sýningu í sínum flokki, með heiðursverðlaunaborða. Við tókum saman og þýddum lauslega umsagnir sem hún hefur fengið.

Umsögn dómara: Samsvarar sér vel, fallegt höfuð, augun falleg og eyrnarstaða góð. Mjög góður rifjakassi og framhluti. Góð lengd á hálsi og dýpt á brjóstkassa. Líkamlegt ástand mjög gott. Sýnir sig mjög vel.


Nanna (Heimsenda Víma) fædd 11/11 2011 – Border Collie

Nanna hefur staðið sig ágætlega á sýningum, hún hefur skemmtilega lund og sýndi fljótt vinnuáhuga. Hún hefur lokið grunnnámskeiðið hjá Heimsendahundum, auk þess sem hún hefur farið á námskeið í smölun. Nanna er afbragðs heimilishundur sem og vinnuhundur. Nanna hefur fengið Very good á sýningu og er það hennar besti árangur, þá í öðru sæti í sínum flokki. Við tókum saman og þýddum lauslega umsagnir sem hún hefur fengið.

Umsögn dómara: Sterklega byggð með góða brjóstdýpt, fínlegt höfuð. Geðslag gott. Bitið er rétt.

nannamin  

 

 

 

 

 

 

 

Æsa (Hugarafls Æsa) fædd 14/04 2012 - Border collie

Æsa kom til okkar sumarið 2012 og var svo sannarlega skemmtileg viðbót við hundaflóruna sem fyrir var á bænum. Æsa er ör og snaggaraleg tík sem mun nýtast okkur vel til vinnu ef ekkert fer úrskeiðis. Æsa er skemmtileg blanda af foreldrum sínum, ljúf eins og pabbi sinn og ör eins og móðir sín.  Æsa hefur lokið grunnprófi hjá Heiðrúnu Klöru hundaþjálfara, einnig hefur hún stigið inn á hundasýningar en það mun koma í ljós með tímanum hvernig hún reynist þar.

aesamin