Lækjarbotnar

Reiðhestar

 vantar mynd  Kveikja er fædd 1984 og var eitt af síðustu afkvæmum Neista frá Skollagróf (1959) og Mözdu frá Skarði (1976). Kveikja átti aldrei folald en var reiðhestur Guðlaugs í mörg ár og allir í fjölskyldunni kepptust við að fá hana lánaða í reiðtúr. Hún er viljug og mjúk hryssa, alltaf taumlétt og þjál. Kveikja var felld haustið 2015.

 

neisti1

 

Neisti  var fæddur 1991 og foreldrar hans eru Emmu frá Skarði (1984) og Náttfara frá Ytra-Dalsgerði (1970).Neisti hefur átt eitt afkvæmi en það er hryssan Fluga sem hlaut 7,72 í aðaleinkunn.Neisti var viljugur reiðhestur og var mikið uppáhald á bænum. Betri smalahest var varla hægt að hugsa sér, lipur og fótviss.Neisti vissi alveg hvað var að fara gerast þegar lagt var af stað í smölun og það er mikil eftirsjá eftir þessum hesti.  Neisti hefur farið ásamt eiganda sínum á nokkur reiðnámskeið í gegnum tíðina, bæði hópa og einkatíma. Hann var mjög þægilegur í allri umgengni, kurteis og mjög sterkur klár. Neisti var felldur 2015 vegna fótbrots.

 

 

 

 

 

 Vantar mynd  Adam er fæddur 1996 og er undan Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum (1983) og Platon frá Sauðárkróki (1984). Adam er þægur töltari sem allir geta riðið, honum er treyst fyrir ungum sem öldnum knöpum. Adam stendur ofarlega í goggunarröðinni hvert sem hann fer og hann lætur strax önnur hross vita hvar þau standa gagnvart honum. 
 lysingurlitill Lýsingur er fæddur að öllum líkindum kringum 1996 og er því miður ættlaus, fékkst hann í hestakaupum fyrir mörgum árum síðan og hefur staðið sig vel sem þægur reiðhestur og hjálpað mikið við tamningar á unghrossum, auk þess góður smalahestur. Lýsingur hefur þann kost að hann á auðvelt með að umgangast önnur hross hvort sem það eru unghross, fullorðnir klárar eða hryssur þá virðist sem þeim standi lítil ógn af honum en valta þó ekki yfir hann. Með þennann stóra kost er auðvelt að hafa hann með óhörnuðum unghrossum sem hræðast oft þau eldri þegar byrja á að binda utan á og teyma.

 

 vantar mynd Gissur er fæddur 2000 og er undan Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum (1983) og Markúsi frá Langholtsparti (1993). Gissur er þægur alhliða hestur sem flestir geta riðið, hann er algjörlega vandamálalaus hestur og átti nokkur afkvæmi á sínum ungdómsárum.  Gissur er hraustlega byggður og duglegur klár, hann er mikill karakter og velkist enginn í vafa um það að þarna er hugsandi hestur á ferð. Gissur hefur aðeins farið í reiðtíma ásamt eiganda sínum og einnig sem lánshestur, er núna á öðru ári í Reiðmanninum á Selfossi sem lánshestur. 
 vantar mynd  Gæi er fæddur 2002 og er undan Álfheiði Björk frá Lækjarbotnum (1990) og Stæl frá Miðkoti (1995). Gæi hefur skemmtilega lund, viljugur og vill vera hjá manninum. Yndislegur hestur í alla staði og vill allt fyrir manninn gera. Gæi er lipur og næmur, hann hefur fylgt eiganda sínum á nokkur reiðnámskeið, bæði hópa- og einkatíma. Núna er hann á öðru ári í Reiðmanninum á Selfossi.
 lokilitill

 

Loki er fæddur 2005 og er undan Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum (1983) og Ljúf frá Lækjarbotnum (1997). Loki er stór og mikill hestur, mjúkur og fer fallega. Loki sýndi það strax sem tryppi að hann væri klár, leysti hnúta, opnaði stíur og hlið. Hann er öruggur reiðhestur og ekki skemmir fyrir að hann er gullfallegur. Loki hefur farið á nokkur námskeið með Þórunni.

 prinslitill

 

Prins er fæddur 2008 og er undan Tinnu frá Lækjarbotnum (1987) og Spóa frá Hrólfsstaðahelli (2003). Prins er ekki mikið taminn en hann er farinn að tölta og mun eflaust verða góður reiðhestur innan skamms. Prins er svolítið mikið uppáhald, hann fylgist vel með umhverfinu sínu og finnur sér oft ýmislegt til dundurs okkur ekki alltaf til ánægju. Enginn hestur hefur skemmt eins marga tauma fyrr né síðar á Botnum.

 

 Vantar mynd Lilla er fædd 2007 og er undan Línu frá Gillastöðum (1991) og Krák frá Blesastöðum (2002). Lilla er alþæg hryssa, með mikið rými og þægilegt reiðhross í alla staði. Hún er svo sannarlega ekki falllegasta hrossið í hópnum en hún bætir það upp með ljúfum karakter og þægileg er hún í umgengni. 
Vantar mynd   Frostrós er fædd 2007 og er undan Heklu-Mjöll frá Lækjarbotnum (1983) og Hrym frá Hofi (1997). Frostrós er rúm, hágeng hryssa, mjög viljug og töffaraleg. Það fer mikið fyrir henni og það fer ekki á milli mála ef hún er heima, hún veit fátt annað betra en að éta og tekur hún heytuggu fram yfir allt annað. Það stóð til að sýna Frostrós á sínum tíma en hún kom heldur slök út úr byggingardóm eða eðeins með 7,74 og þótti því ekki  borga sig að leggja meiri kosnað í hana. Frostrós hefur aldrei átt folald.