Lækjarbotnar

Slide 1

Póstur


Laekjarbotnableikja

 

   tasur

Berlín og nýtt hesthús - 1.febrúar 2015

Nú er búið að leggja lokahönd á hesthúsið hjá okkur, 6 nýjar eins hesta stíur komnar svo nú telur húsið 10 stíur. Siggi sá um mest alla vinnuna með aðstoð frá góðu fólki og innréttingarnar komu frá Skipanesi (hróar.ehf).  Í vetur munu vera 9 hestar á húsi, flest allt fulltamndir reiðhestar en yngsti hesturinn verður Þengill 3 vetra rauður hestur undan Kóral og Líf frá Lækjarbotnum. Þórunn hefur verið í Reiðmanninum frá því í haust, kennslan fer fram á Selfossi undir stjórn Þórdísar Erlu Gunnarsdóttur og eru nemendurnir 12 talsins.

Mæðgurnar fóru til Berlín ásamt Hildi systur Nínu og hittu Margréti dóttur Hildar þar en Margrét býr og starfar í Þýskalandi. Þar hittu þær auðvitað á útsölur og eyddu þrem dögum í búðarráp og skemmtun, síðasta daginn tóku þær smá rölt um Berlín og sáu það helsta svo hægt væri að segja frá einhverju markverðu þegar heim var komið. Þessa sömu helgi fóru Tóti og Siggi á þorrablót landmanna og fór það vel fram eins og oft áður, góð skemmtiatrið og ágætur matur.                                      

 

berlinlitilmynd1

hesthuslitilmynd1berlinlitilmynd3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Chevrolet C10 - 31. desember 2014

Þórhallur festi kaup á bíl um daginn, hann kom til landsins frá Bandaríkjunum fyrir viku síðan og í gær sóttu feðgarnir bílinn og fengu að koma honum inn hjá Nonna. Bíllinn er af gerðinni Chevrolet c10 árgerð 1965, bíllinn er með nýuppgerðann v8 mótor og skiptingu. Nokkuð heillegt boddý, Tóti er með mikil plön fyrir þennann bíl en kemur í ljós með tímanum hvað verður. Tóti hefur miklar bíladellu og hefur keypt 5 bíla á þessu ári og selt 8 stykki, nýjustu bílarnir eru Mitsubishi EVO9 árgerð 2007 og svo Hilux 2,4 TD, 44 tommu breyttur árgerð 1990. Spurning hvað þessir bílar endast lengi í höndunum á Tóta og hvað verði komið á hlaðið á nýju ári.

Copy of c10 chevy bill 007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gleðileg jól - 24. desember 2014

vetrarmynd1

Fengitími - 22. desember 2014

 

Núna hafa flestir hrútarnir á bænum fengið sitt hlutverk fyrir mánuðinn, misjafnt þó hve stórt það er en þeir fá alveg frá 8 ám upp í 60 ær á hrút. Sæddar voru rúmlega 50 ær, valdir voru hrútarnir Kölski frá Svínafelli 2, Jóker frá Laxárdal, Drumbur frá Bjarnastöðum, Roði frá Melum 1, Radix frá Hjarðarfelli og Gráfeldur frá Bakkakoti. Nægt úrval var af hyrndum hrútum á sæðingarstöðinni þetta árið en minna af þeim kollóttu eins og oft áður. Forystuhrúturinn Napoleon sá um mestu vinnuna þegar verið var að leita, hann var orðinn vel bandvanur í lokin og fljótur að sigta þær úr sem líklegar voru þann daginn. Myndin er af lambhrútnum Keikó sem er grámórauður að lit, móðir hans er grá að lit, faðir svargolsóttur og afinn mórauður svo nægir eru litirnir á bak við hann.    

 

hruturkeiko

 

 

 

 

 

 

 

 

Gyðja frá Lækjarbotnum - 4. desember 2014

Gyðja okkar hlaut heiðursverðlaun um daginn, þetta er fyrsta hryssan úr okkar ræktun sem hlýtur þau. Hún er með 120 stig í kynbótamati og hlaut árið 2000 8,38 í aðaleinkunn í kynbótadómi. Hún lætur lítið yfir sér þessi hryssa í stóði en hefur skilað eigendum sínum góðum hrossum. Öll afkvæmi hennar sem farið hafa í dóm hafa hlotið fyrstu verðlaun. Gyðja er nú tekin að eldast en hún er fædd 1994 og því eru bundnar miklar vonir við yngstu afkvæmi hennar en hjá okkur er það Fiðla frá Lækjarbotnum sem er undan Kóral frá Lækjarbotnum.