Lækjarbotnar

Réttir og litasýning - 4. október 2015

Réttað var fimmtudaginn 24. september og voru heimtur góðar þrátt fyrir að féið vildi ekkert sérstaklega koma til byggða en það sótti nokkuð stíft upp í hlíðarnar. Okkur vantar aðeins eina tvílembda kind og vonandi kemur hún fram í seinni leit. Lömbin og kindurnar litu bara nokkuð vel út og létum við aðeins 16 lömb og 4 ær á sláturbílinn en rest var keyrð heim til að skoða betur og brennimerktum við allar hyrndar ær þegar heim var komið svo auðveldara væri að finna féið sem vant er að ganga innfrá.

Hin árlega litasýning var haldin í dag í Árbæjarhjáleigu, veitt voru verðlaun eins og áður fyrir þrjú efstu sætin í lambhrútum, gimbrum, ær með afkvæmi, hrútur með afkvæmi og svo athyglisverðasta litinn. Í ár hlaut Maja í Skinnhúfu fyrsta sætið fyrir athyglisverðasta litinn en það var morarnhöfðóttur forystuhrútur sem hún kom með. Við fórum ekki með neitt fé í ár en það réðst af skipulagsleysi og verður gert betur næsta ár.

Copy of réttir 153