Lækjarbotnar

Kynbótadómar - 23. maí 2015

Salka frá Lækjarbotnum hlaut 8,11 í aðaleinkunn í kynbótadómi og þar með fyrstu verðlaun, hún hlaut 8,29 fyrir hæfileika og 7,83 fyrir byggingu. Hún var seld til Danmerkur fyrir stuttu og mun vonandi standa sig vel í nýju landi hjá nýju eigendum og óskum við þeim til hamingju með þessa flottu hryssu. 

Við tókum svo út Þulu og Ösku og var ákveðið að bíða fram á næsta vor með sýningu á þeim, báðar hafa þær gott af því að þroskast og fá því gott frí í sumar, þær eru fjögurra og fimm vetra og var byrjað á þeim báðum í vetur sem leið.

Tvö folöld eru fædd, rauður hestur undan Oddrúnu frá Lækjarbotnum og Barða frá Laugarbökkum, svo skjótt hryssa undan Hófí frá Litla-Garði og Hákon frá Ragnheiðarstöðum. Nú fara spennandi tímar í gang og miklar vonir oft bundnar við þessi kríli sem fæðast, næst í röðinni er líklega Sigurrós sem er fylfull við Glóðafeyki frá Halakoti.

niloghofi1  tula1