Lækjarbotnar

Sauðburður - 3. maí 2015

Sauðburður er hafinn, helmingurinn af gemsunum borinn og sæðingin farin að detta í gang. Fyrsta ærin sem bar kom með fjögur lömb, 3 hrúta og 1 gimbur. Hún hefur verið einstaklega frjósöm þessi ær, tvílembd gemlingsárið, þrílembd næstu tvö ár og núna fjórlembd.

Reiðhestarnir eru komnir í svokallað sauðburðarfrí en þá er enginn tími til að skreppa á bak og þeir fá mánaðarfrí frá okkur á meðan, þeim leiðist það varla og hafa það notalegt. Þórunn er búinn með fyrsta veturinn sinn í Reiðmanninum og gekk vel, bæði hún og hesturinn ánægð með góða kennslu hjá henni Þórdísi Erlu.

Salka frá Lækjarbotnum var svo að keppa um helgina í sinni fyrstu keppni og gekk líka svona vel, vann fimmganginn með 6,60 í einkunn, knapi var Jóhann Ragnarsson sem hefur tamið og þjálfað Sölku.

 salkalitilmynd