Lækjarbotnar

Fósturtalning og fleira - 23. apríl 2015

Það hefur verið fósturtalið í gemsunum síðustu ár hjá okkur en í ár var ákveðið að láta telja í öllu fénu og sjá hvort það hjálpi okkur í vor í sauðburðinum að vita fyrir víst hvað von er á mörgum lömbum úr hverri á. Núna fer að styttast í sauðburð en von er á fyrstu lömbunum um mánaðamótin en við fengum smá forskot á sæluna því geiturnar sem við höfum í pössun eru farnar að bera og eru komin 3 kið og beðið eftir þeirri síðustu. 

Þrjár hryssur frá okkur hafa verið í þjálfun í Pulu og voru þær teknar út um daginn, leit vel út og hver annarri fallegri en svo kemur í ljós með vorinu hverjar fara í dóm. Púki fór svo á reiðhallarsýningu á Hellu um daginn og Kórall í bæinn ásamt þjálfara sínum honum Jóa, þeim gekk báðum vel og verður Púki hjá okkur í sumar og Kórall í Pulu og taka þar á móti hryssum.

Stóðinu var smalað heim síðustu helgi og tekin tvö hestfolöld undan þeir Krapi og Kalsi. Krapi er undan Sigurrós frá Lækjarbotnum og Kjarna frá Þjóðólfshaga, Kalsi er undan Sóley og Púka frá Lækjarbotnum, það hefur verið tekin sú ákvörðun að halda þeim báðum gröðum og sjá hvernig þeir þroskast með aldrinum.