Lækjarbotnar

Litasýning og heimsókn - 10. október 2014

Við höfum aðeins verið að taka á móti gestum sem koma að skoða fiskverkunina og fiskeldið hjá okkur, fengum stórann hóp um daginn allstaðar að úr heiminum t.d. frá Sardeníu og Kýpur, þessi hópur var á vegum FSu en þar er verkefni í gangi um sjálfbærni eyríkja, fyrr um daginn hafði hópurinn heimsótt Friðheima og eftir heimsóknina hjá okkur fóru flestir á hestbak hjá Anítu í Austvaðsholti, sumir hverjir í fyrsta sinn á ævinni.  Á myndinni sést hluti af hópnum sem kom til okkar en við höfum boðið hópunum upp á kaffi og smakk á reyktu, gröfnu og bleikjusalati.

Hin árlega litasýning var haldin að Árbæjarhjáleigu og komu margir með litskrúðugt og fallegt fé á sýninguna. Uppboðslambið gaf Regúla í Austvaðsholti og fór hún á 35 þúsund en það var Sigurjón í Fellsmúla sem festi kaup á henni en sú upphæð rennur í kaup á verðlaunum, hljóðkerfi og auglýsingu fyrir félagið. Í einni stíunni setti fólk lömb sem þóttu athyglisverð fyrir litinn, þau eru númeruð og svo kýs fólk það lamb sem þykir standa uppúr, í ár vann Skarð athyglisverðasta litinn en það var gimbur sem sést á myndinni, hvít með fáeinum brúnum skellum á haus og löppum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir fallegustu gimbrina, fallegasta hrútinn, fallegustu ána með afkvæmum og fallegasta hrútinn með afkvæmum.

litur1  litur3                                               heimsokn1