Réttir - 30. september 2014
Fórum í réttir á fimmtudaginn síðastliðinn, heimtum nærri allt okkar fé, vantar aðeins 2 ær og 1 lamb. Lömbin voru bara ágæt sem komu heim en við settum alla hrúta sem voru sæmilega stórir og allar einlembings gimbrar í sláturhúsið úr réttunum, keyrðum svo restina heim. Veðrið var nú ekkert að leika við okkur þennann daginn en það rigndi hressilega milli þess sem sólin skein.