Dagsferð og heyskapur - 30. júlí 2014
Skruppum í dagsferð að Hvammstanga að sjá kanínubúið hjá Birgit, en aðstaðan hjá henni er mjög snyrtileg og kanínurnar flestar settar saman í litla hópa. Aðeins fullorðin undaneldisdýr eru í sér búrum. Á heimleiðinni var svo stoppað hjá Jóhönnu á Háafelli en þar var opið hús, margt var um manninn og fullt af fallegum geitum og kiðlingum. Hún og fjölskylda hennar vinna ýmsar vörur úr geita afurðum og eru með til sölu á staðnum.
Það hefur náðs með herkjum að heyja í skepnurnar, erfitt hefur reynst að ná vel þurrum heyjum og grasið sprettur sem aldrei fyrr. Mynd af Tóta að slá garðinn en ekki er minni grasspretta þar og svo hluti af búrunum hjá Birgit á hinni myndinni.