Fjallfé og landsmót - 12. júlí 2014
Púki, Kórall og Perla frá Lækjarbotnum voru á landsmótinu, Perla hækkaði ekki í þetta sinn en hún er kominn með góðann dóm nú þegar. Kórall komst í milliriðil í A flokki, en lá svo ekki skeiðsptrettinn þannig því miður lauk hann þátttöku þar. Púki hækkaði í dómi og er hann kominn með 8,49 í aðaleinkunn. Kórall tekur á móti hryssum í Pulu og Púki tekur á móti hryssum á Lækjarbotnum og ekkert mál að bæta inn á þá hvenær sem er.
Þessa sömu helgi og landsmótinu lauk var keyrt á fjall, einn vagn og tvær ferðir farnar á bílum og fengið sér smá kaffisopa innfrá. Veðrið var virkilega fallegt og kindurnar hressar að vera loksins komnar inn á afrétt. Flest lömbin litu vel út enda búið að vera mikið grasveður undanfarið þó svo það mætti gera þurrk til að ná heyjum.