Útmokstur og fleira - 1. Júlí 2014
Það er búið að vera í nógu snúast síðustu daga, heyskapur auðvitað hafinn og nýttir voru þessir örfáu dagar sem héldust þurrir í heyskap. Hjörtur og Hjörtur komu með Tóta austur um helgina og mokuðu út úr lausgöngunni undir stjórn Sigga, en helmingur hússins var með taðgólfi í vetur og á hinum helmingnum eru rimlar. Fjórir vagnar voru keyrðir út en þetta tók um 7 klukkutíma allt í allt.
Í dag voru svo þrjár hryssur sónaðar, Sigurrós með 3 vikna fyli við Glóðafeykir frá Halakoti, Gyðja með 3 vikna fyli við Stála frá Kjarri og því miður reyndist Tara tóm en hún mun fara undir Barða frá Laugarbökkum eftir nokkra daga. Kórall frá Lækjarbotnum er kominn í milliriðil í A flokki svo það er stefnt á að sjá hann á Hellu á fimmtudag, Púki okkar verður svo á morgun í 6 vetra flokki.