Lækjarbotnar

Folöld - 13. júní 2014

Núna eru flestar hryssurnar kastaðar sem eiga að kasta heima hjá okkur. Viðja kom með svarta hryssu undan Púka okkar, hún verður grá að lit og er nú þegar farin að grána í kringum augun. Gyðja átti rauðstjörnótta hryssu undan Framherja frá Flagbjarnarholti og er það folald í eigu Svenna og fjölskyldu, Gyðja er nú þegar farin undir stóðhest en Svenni mun halda henni undir Stála frá Kjarri. Oddrún átti rauðstjörnótta hryssu undan Barða frá Laugarbökkum, glæsilegt merfolald sem er í eigu Gísla og fjölskyldu en þau eiga helminginn í Oddrúnu, stendur til að fara með Oddrúnu aftur undir Barða til að búa til svona glæsilegann grip fyrir næsta sumar. Víma kom með rauða hryssu undan Eld frá Torfunesi sem er í eigu Baldvins frá Torfunesi, ekki hefur verið ákveðið hvert hún fer í sumar. Hraundís og Þórdís komu báðar með jarpar hryssur undan Þórálfi frá Prestsbæ en þeim var haldið undir hann ósýndann og fór hann í vor í góðann dóm, 8,56 í aðaleinkunn.

kalsiograud2  katla2  kæja2