Lækjarbotnar

Púki og Perla frá Lækjarbotnum - 23. maí 2014

Púkinn okkar stóð sig vel á sýningunni að Sörlastöðum, hann hækkaði töluvert í byggingu og er kominn með 8,21 og er tiltölulega jafn, fyrir hæfileika fékk hann 8,49 og endaði með 8,38 í aðaleinkunn. Hann er því kominn inn á landsmót og auðvitað var það Jóhann Ragnarsson sem sýndi Púka en hann hefur verið hjá Jóhanni frá byrjun, þetta er í annað sinn sem Púki fer á landsmót.

Jóhann og Theódóra keyptu Perlu frá Lækjarbotnum sem tryppi og var hún einnig sýnd af Jóhanni og endaði hún með 8,21 í aðaleinkunn, 8,16 fyrir byggingu og 8,25 fyrir hæfileika. Perla er fyrsta afkvæmi Kórals frá Lækjarbotnum sem fer fyrir dóm og er þetta í annað sinn sem Perla fer á landsmót en einnig fór hún 4. vetra gömul.

 perla1    pukinn1