Lækjarbotnar

Fyrsta folaldið fætt - 10. maí 2014

Fyrsta folaldið fæddist skömmu fyrir skjálftann við Hestfjall, þetta er myndarlegt hestfolald sem verður grátt að lit en foreldrar hans eru Sigurrós frá Lækjarbotnum og Kjarni frá Þjóðólfshaga. Þetta er annað folald Sigurrósar en hún er fyrstu verðlauna klárhryssa undan Orra frá Þúfu og Álfheiði Björk frá Lækjarbotnum. Folaldið er gullfallegt en hefur ekki hlotið nafn ennþá, eins og fyrri ár mun vera valinn upphafsstafur sem öll folöld þessa árgangs munu byrja nafnið sitt á.

Göngugarparnir Nína og Ólafía gengu frá Húsagarði að Leirubakka á fimmtudaginn þar sem Valgerður tók á móti þeim með kaffi og kræsingar, hérna mynd af þeim í lok göngutúrar.

hestfolald1      ninaogolafia1