Lækjarbotnar

Reiðtúr og sauðburður - 2. maí 2014

Það var ekki slæmt veðrið sem við fengum 1. maí, hinn árlegi reiðtúr hjá okkur og fjölskyldunni á Fellsmúla var farinn þann dag og líklega besta veðrið sem við höfum fengið í mörg ár í þennann reiðtúr. Riðu Gulli á Gissur, Siggi á Prins og Þórunn á Gæa á móti þeim og hittum þau Sigurjón og Halldóru á Brúarlundi, riðið var heim að Botnum og fengið sér kaffisopa og kökur sem Nína hafði skellt í. Tveir gemlingar höfðu borið flottum fullfrískum lömbum þegar reiðmennirnir lentu á Botnum,  sauðburður er því formlega hafinn á Botnum. Þórunn fylgdi svo þeim hjónum á Loka út að Brúarlundi þar sem leiðir skyldust.

reidtur1  reidtur3